Á sýnngunni verður sögð saga 15 kvenna af starfssvæði Safnahúss, frá Haffjarðará og að Hvalfirði. Markmiðið er að draga nöfnin fram úr djúpi gleymskunnar. Allar voru þær á lífi árið 1915 þegar konur fá kosningarétt. Verkefnið er unnið í víðtæku samstarfi, með fjölskyldum kvennanna og öðrum tengiliðum sem setja saman fróðleik um þær sem mun liggja frammi á sýningunni. Með leyfi höfunda fara gögnin svo í heild á Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar til varðveislu til framtíðar. Verkefnið hefur verið í undirbúningi síðan snemma hausts 2014 og sýningin stendur í hálft ár eða fram til októberloka.
Tónleikar – Á opnunardaginn verða ennfremur tónleikar, afrakstur samstarfs við Tónlistarskóla Borgarfjarðar um listsköpun ungs fólks og með aðkomu Héraðsbókasafns Borgarfjarðar. Í Safnahúsi hefur verið tekið saman ljóðasafn fjögurra borgfirskra kvenna. Nemendur skólans velja sér texta og vinna með hann undir handleiðslu kennara á vorönn. Við opnun sýningarinnar Gleym þeim ei flytja þau svo eigin verk við ljóðin, það verður aðaldagskrárliður opnunarinnar, sem verður á sumardaginn fyrsta (23. apríl) kl. 15.00. Á bilinu 10-15 verk verða flutt á tónleikunum og er yngsta tónskáldið aðeins sex ára. Er skólastjóra og kennurum Tónlistarskóla Borgarfjarðar þakkað afar farsælt samstarf um þetta þróunarverkefni sem nú kemur til framkvæmda í þriðja sinn.
Konurnar sem fjallað verður um á sýningunni Gleym þeim ei eru þessar:
1. Guðfríður Jóhannesdóttir (1884-1980) ljósmóðir, Litlu Brekku, Borgarhreppi.
2. Guðrún Guðmundsdóttir (1885-1958) Borgarnesi.
3. Helga Ingibjörg Halldórsdóttir (1895-1985), Kjalvararstöðum ofl.
4. Helga Georgs Pétursdóttir (1884-1971) Draghálsi, Grafardal.
5. Ingibjörg Friðgeirsdóttir (1906-1998), Hofsstöðum, Álftaneshreppi.
6. Ingigerður Kristjánsdóttir(1877-1969), á Karlsbrekku og víðar.
7. Ingveldur Hrómundsdóttir(1862-1954), Haukatungu, Kolbeinsstaðahr.
8. Pálína Ólafía Pétursdóttir (1876-1964) Grund, Skorradal.
9. Ragnheiður Torfadóttir (1873-1953), Hvanneyri, Ytri- Skeljabr.og Arnarholti.
10. Ragnhildur Benjamínsdóttir (1883-1958), Kalmanstungu.
11. Rannveig Oddsdóttir(1890-1986), Steinum.
12. Steinunn Stefánsdóttir(1855-1942), Fíflholtum.
13. Theodóra Kristín Sveinsdóttir (1876-1949, Reykholti, Hvítárvöllum, Ferstiklu.
14. Þórunn Ríkharðsdóttir„Perla borgfirskra kvenna“ Höfn í Leirársveit. (1862-1958).
15. Þórunn Þórðardóttir (1855-1934), Borgarnesi.
Ljósmyndir:
1 – Ragnhildur Benjamínsdóttir
2 – Rannveig Oddsdóttir
Comments are closed