Fimmtudaginn 6.desember kl.17:00 verður haldin Tröllavaka í Safnahúsi Borgarfjarðar í tilefni af bókaútgáfu tveggja borgfirskra höfunda á bókum fyrir börn á öllum aldri sem fjalla um ævintýraheima.

 

 

 

 

Bjarni Valtýr Guðjónsson les upp úr bók sinni Hólaborg

og Steinar Berg les úr bók sinni Tryggðatröll.

 

Auk þeirra kemur Birgir Þórisson fram. Léttar veitingar í boði og aðgangur ókeypis. 

 

 

 

 

Safnahúsið býður velkomin börn, fullorðna og tröll til að eiga saman góða stund í skammdeginu.

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed