Sumarvertíðin er nú komin á fullt í Safnahúsi og sumarfólk komið til starfa, þau Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson og Halldór Óli Gunnarsson. Anna verður mest við sýningavörslu, Bjarki mest á bókasafni og Halldór vinnur að sérverkefni tengdu listasafni. Þau eru öll boðin hjartanlega velkomin til starfa í sumar.  Auk þeirra starfa eftirtalin í Safnahúsi:  Guðrún Jónsdóttir, Helga Jóhannsdóttir, Jenny Johansen, Jóhanna Skúladóttir og Sævar Ingi Jónsson.  Annasamt hefur verið á söfnunum síðustu vikur og mánuði við að taka á móti hópum, sérlega hafa skólahópar verið duglegir að skoða sýningar og fá fróðleik um fólk og málefni.

Ljósmynd:  Frá vinstri:  Bjarki Þór, Anna Þórhildur og Halldór Óli. Myndataka: GJ

Categories:

Tags:

Comments are closed