Í tilefni norræna skjaladagsins þann 12. nóvember 2011 er opnaður vefurinn Skjaladagur.is. Það eru Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin í landinu sem standa að vefnum og er hann að þessu sinni helgaður verslun og viðskiptum. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar er þar með efni um verslun Jóns Björnssonar og co í Borgarnesi sem starfaði á árunum 1907-1924. Ýmislegt  fróðlegt má finna á vefnum eins og lista yfir skjöl verslana hjá Þjóðskjalasafni og héraðsskjalasöfnunum. Einnig er hægt að taka þátt í getraun og hljóta góðan vinning.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed