Safnahús Borgarfjarðar er staðsett í Borgarnesi og hýsir fimm höfuðsöfn Borgarfjarðar.

Byggðasafn Borgarfjarðar
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar
Héraðsskjalasafn  Borgarfjarðar
Listasafn Borgarness
Náttúrugripasafn Borgarfjarðar

Söfnin eru opin allt árið frá 13-18 alla virka daga nema miðvikudaga og föstudaga. Þá er opið milli 10-16. Einnig er opið milli 11-14 á laugardögum.

Stjórn Safnahússins er nefnd menningarmála hjá Borgarbyggð hverju sinni.

Starfsemin er til húsa að Bjarnarbraut 4-6 auk þess sem munageymslur eru á Sólbakka og í Brákarey. Húsið á Bjarnarbrautinni hýsti áður starfsemi Prjónastofu Borgarness sem var stofnuð 1970 og starfaði langt fram á 9. áratug síðustu aldar.  Húsið var byggt undir starfsami fyrirtækisins og er því að stofni til iðnaðarhúsnæði. Safnahús fékk hluta hússins til afnota árið 1987, efri hæðina og risið.

Í dag er allt húsið nýtt undir safnastarfið. Byggingin er hönnuð af arkitektunum Geirharði Þorsteinssyni og Hróbjarti Hróbjartssyni. Um steinhús er a ræða og var það klætt utan með Ímúr árið 1994. Einnig varð sú breyting árið 1999 að aðalinngangur hússins var stækkaður og lyftu komið fyrir til að bæta aðgengi að söfnunum.