Safnahús

Safnahús

Safnahús Borgarfjarðar er staðsett í Borgarnesi og hýsir hin fimm höfuðsöfn Borgarfjarðar.

Byggðasafn Borgarfjarðar
Héraðsbókasafn Borgarfjarðar
Héraðsskjalasafn  Borgarfjarðar
Listasafn Borgarness
Náttúrugripasafn Borgarfjarðar

Hvert safnanna hefur sína eigin, merku sögu, en þau eiga það sammerkt að þeim var komið á fót af áhugafólki í héraði á sínum tíma.  Starf hússins tekur m.a. mið af menningarstefnu Borgarbyggðar þar sem m.a. er kveðið á um faglega safnastarfsemi og miðlun.

Söfnin eru opin allt árið frá 13-18 alla virka daga, en sýningar hússins eru opnar alla daga sumarsins (maí – ágúst) frá 13-17 (einnig helgi- og hátíðisdaga). Grunnsýningar eru tvær: Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna.

Söfnunum fimm var fundinn samastaður á efri hæð í núverandi húsnæði við Bjarnarbraut í Borgarnesi árið 1988 og árið 2001 fengu þau allt húsið til umráða.

Stjórn Safnahússins er nefnd menningarmála hjá Borgarbyggð hverju sinni.