Safnahús

Safnahús

Safnahús Borgarfjarðar hýsir hin fimm höfuðsöfn Borgarfjarðar. Hvert safnanna hefur sína eigin, merku sögu, en þau eiga það sammerkt að þeim var komið á fót af áhugafólki í héraði á sínum tíma.  Starf hússins tekur mið af menningarstefnu Borgarbyggðar þar sem m.a. er kveðið á um faglega safnastarfsemi og miðlun.

Söfnin eru opin allt árið frá 13-18 alla virka daga, en sýningar hússins eru opnar alla daga sumarsins (maí – ágúst) frá 13-17 (einnig helgi- og hátíðisdaga). Grunnsýningar eru tvær: Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna.

Söfnunum fimm var fundinn samastaður á efri hæð í núverandi húsnæði við Bjarnarbraut í Borgarnesi árið 1988 og árið 2001 fá þau allt húsið til umráða.

Stjórn Safnahússins er nefnd menningarmála hjá Borgarbyggð hverju sinni, núverandi stjórn er byggðaráð.