Mikil aðsókn hefur verið að sýningunum Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna það sem af er apríl og verða þær því opnar helgina 20/21. apríl frá 13 til 17 báða dagana. Ennfremur eru þetta síðustu forvöð til að sjá myndasýningu um Borgarnes sem sett var upp tilefni af því að í ár eru liðin 100 ár frá því að Borgarneshreppur var stofnaður. Sú sýning verður tekin niður á mánudag og fimmtudaginn 25. apríl (Sumardagurinn fyrsti) kl. 13.00 verður opnuð sýning á málverkum og teikningum Tolla í Hallsteinssal.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed