Daði Guðbjörnsson |
Gullpensillinn er félagsskapur málara sem hafa sýnt saman bæði hér heima og erlendis. Þau hafa vakið verðskuldaða athygli og jafnvel verið kölluð landslið íslenskra málara. Þau sem munu sýna í Safnahúsinu eru Daði Guðbjörnsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, JBK Ransu, Jóhann Ludwig Torfason, Sigríður Ólafsdóttir og Sigurður Árni Sigurðsson.
Árið 2007 opnaði hópurinn sýninguna Indigo í Gerðarsafni. Þar voru sýnd ný málverk sem eiga það sameiginlegt að tengjast hinum sérstaka lit sem kallaður er indigó-blár. Málverkin voru af ólíku tagi en mynda mjög áhugaverð heild þar sem hinn einstaki blái litur er í öndvegi, hvort sem er í myndum Sigríðar Ólafsdóttur af föngum á Litla Hrauni, fíngerðum plöntumyndum Eggerts Péturssonar eða myndasyrpu Jóhanns Ludwigs Torfasonar, Leikföngum fyrir Indigo börn.
Mjög vönduð bók var gefin út í tílefni sýningarinnar.
Comments are closed