Daði Guðbjörnsson
 Laugardaginn 21.mars kl. 14.00 verður opnuð sýning nokkurra þekktra listamanna í Safnahúsin, sem mynda hópinn Gullpenslarnir. Helena Guttormsdóttir sér um sýninguna og útbýr kennsluefni því tengdu. Sýningin stendur til 17.apríl.

Gullpensillinn er félagsskapur málara sem hafa sýnt saman bæði hér heima og erlendis. Þau hafa vakið verðskuldaða athygli og jafnvel verið kölluð landslið íslenskra málara. Þau sem munu sýna í Safnahúsinu eru Daði Guðbjörnsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, JBK Ransu, Jóhann Ludwig Torfason, Sigríður Ólafsdóttir og Sigurður Árni Sigurðsson.

Árið 2007  opnaði hópurinn sýninguna Indigo í Gerðarsafni. Þar voru sýnd ný málverk sem eiga það sameiginlegt að tengjast hinum sérstaka lit sem kallaður er indigó-blár. Málverkin voru  af ólíku tagi en mynda mjög áhugaverð heild þar sem hinn einstaki blái litur er í öndvegi, hvort sem er í myndum Sigríðar Ólafsdóttur af föngum á Litla Hrauni, fíngerðum plöntumyndum Eggerts Péturssonar eða myndasyrpu Jóhanns Ludwigs Torfasonar, Leikföngum fyrir Indigo börn.

 Mjög vönduð bók var gefin út í tílefni sýningarinnar.

 

Categories:

Tags:

Comments are closed