Elín Elísabet með verðlaun sín.

Elín Elísabet Einarsdóttir nemandi í 10.bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi bar sigur úr býtum í flokki 13-16 ára í Ljóðasamkeppninni Ljóð unga fólksins sem haldin er á landsvísu annað hvert ár. Það er Þöll, samstarfshópur um barnamenningu á bókasöfnum, sem stendur að keppninni sem nú var haldin í sjötta sinn, að þessu sinni í umsjá nokkurra bókasafna á Norðurlandi.  Sigur Elínar, sem skilaði sínum ljóðum á Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, er einkar glæsilegur; en tvö ljóða hennar þóttu það jöfn að gæðum að dómnefnd sá sér ekki fært að velja á milli þeirra. 

Elín hlaut að launum nýútkomið Kvæðasafn Þórarins Eldjárns, viðurkenningarskjal frá Safnahúsi Borgarfjarðar og að auki mun Héraðsbókasafn Borgarfjarðar færa henni að gjöf bók með úrvali af ljóðum keppninar sem gefin verður út í næsta mánuði.  Innilega til hamingju Elín með frábæran árangur!

Categories:

Tags:

Comments are closed