13.11.13 (12)

Ævintýri fuglanna er sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hönnuður er Snorri Freyr Hilmarsson. Sýningin er einstaklega falleg og megin þema hennar er hið mikla ævintýri farflugsins. Sýndir eru uppstoppaðir fuglar eftir tvo af landsins bestu hamskerum: Kristján Geirmundsson og Jón M. Guðmundsson.  Steingrímur Þorvaldsson leiktjaldamálari annaðist myndskreytingu og eru flugleiðir nokkurra fugla handmálaðar á veggi  sýningarinnar.

Sýningin er opin virka daga 13.00-18.00 og nú sumarið 2022 einnig á laugardögum kl. 11.00 –   15.00. Hún hentar öllum aldri og þjóðernum.

Safnahús er staðsett við Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi, í nágrenni Landnámsseturs.

Aðgengi að sýningunni er afar gott, gengið er inn á jarðhæð og hjólastólar komast vel um svo dæmi sé tekið.

Sími: 433 7200, netfang: safnahus@safnahus.is