Ævintýri fuglanna

13.11.13 (12)

Ævintýri fuglanna er sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hönnuður er Snorri Freyr Hilmarsson, sem einnig hannaði sýninguna Börn í 100 ár. Sýnngin er einstaklega falleg og megin þema hennar er hið mikla ævintýri farflugsins. Sýndir eru uppstoppaðir fuglar eftir tvo af landsins bestu hamskerum: Kristján Geirmundsson og Jón M. Guðmundsson.  Steingrímur Þorvaldsson leiktjaldamálari annaðist myndskreytingu og eru flugleiðir nokkurra fugla handmálaðar á veggi  sýningarinnar.

Sýningin er opin virka daga 13.00-17.00  Hún hentar öllum aldri og þjóðernum.

Safnahús er staðsett við Bjarnarbraut 4-6 í Borgarnesi, í nágrenni Landnámsseturs.

Aðgengi að sýningunni er afar gott, gengið er inn á jarðhæð og hjólastólar komast vel um svo dæmi sé tekið.

Sími: 433 7200, netfang: safnahus@safnahus.is