Sagnaritunarátak Safnahúss er nú formlega hafið með heimsókn fulltrúa þess á félagsfundi eldri borgara í Borgarnesi og í Borgarfjarðardölum. Þar hefur verkefnið verið kynnt og upplýsingum um það dreift til félagsmanna. Fólk hefur verið beðið um að setja minnisatriði og minningabrot frá liðnum tímum niður á blað og afhenda Safnahúsi jafnframt afrit af þessum gögnum til varðveislu. Með átakinu er höfðað sérstaklega til eldra fólks, en jafnframt til fólks á öllum aldri því breytingar í samfélaginu hafa verið afar miklar á undanförnum áratugum.

Mikið er um að fólk sæki skjalasafnið í Safnahúsi heim til að afla gagna til alls kyns rannsóknar- og ritunarverkefna. Því eru allar heimildur um fólk og staði ómetanlegar.

 

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin þegar málefnið var kynnt á félagsfundi í félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni í gær. Mynd: Guðrún Jónsdóttir

Categories:

Tags:

Comments are closed