Miðvikudaginn 17.nóv. kl. 16:30 verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar árleg ljóðasýning nemenda fimmtu bekkja í grunnskólunum í nágrenninu. Sýningin er sett upp á vegum héraðsbókasafnsins í tilefni af Degi íslenskrar tungu þann 16.nóv og er Hildur M. Jónsdóttir frá Brúðuheimum sérstakur gestur við opnunina.  Að venju verður vakin athygli á borgfirsku skáldi við þetta tækifæri og að þessu sinni er það Elín Eiríksdóttir frá Ökrum, en í ár eru 110 ár frá fæðingu hennar.  Sagt verður frá Elínu og sungið lag og ljóð eftir hana við undirleik tveggja ungra gítarleikara úr Borgarnesi. Sjá má nánar um Elínu með því að smella hér.

 

Ljóðasýningin verður síðan opin til 26. nóvember á opnunartíma bókasafnsins, kl. 13 – 18 virka daga.  Þetta er í sjötta sinn sem Safnahúsið efnir til ljóðasýningar barna í tilefni af degi íslenskrar tungu sem haldin er hátíðlegur um land allt.  Markmiðið er að hvetja til þessa tjáningarforms og örva sköpunargáfu nemenda, um leið og vonast er til að verkefnið geti verið liður í ljóðakennslu.  Skólarnir sem taka þátt í sýningunni í ár eru Grunnskólinn í Borgarnesi og Grunnskóli Borgarfjarðar, (Kleppjárnsreykir og á Varmaland), en Laugargerðisskóli og Heiðarskóli sáu sér ekki fært að vera með að þessu sinni.

 

Mynd: eitt ljóðanna á sýningunni. Ljósmyndari: Guðrún Jónsdóttir.

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed