Nemendur í myndlistavali í Varmalandsskóla komu í heimsókn í Safnahúsið í morgun. Þau fengu bæði leiðsögn um Börn í 100 ár af starfsfólki, og um Gullpenslasýninguna af Helenu Guttormsdóttur. Hún ræddi við nemendur um ýmsar tegundir lista og mismunandi skoðanir á þeim, auk þess sem þau gerðu stutt verkefni.
Nemendur voru rúmlega 30, ásamt 3 kennurum, Maríu, Rebekku og Elínu Þóru sem allar kenna sitthvern hluta listavalsins; listmálun, leirkerasmíð og silfursmíð.
Comments are closed