Sýningu Loga Bjarnasonar, Morphé, er nú lokið. Á þriðja hundrað manns kom og sá verk hans, en þema sýningarinnar er hreyfing. Starfsfólk í Safnahúsi þakkar Loga fyrir afar áhugaverða sýningu og óskar honum góðs gengis í áframhaldandi listsköpun.
Þess má geta að næsta sýning hússins er sýningin Gleym þeim ei sem opnuð verður 23. apríl n.k. Sagt verður nánar frá henni við síðara tækifæri. Við opnun hennar verða hátíðartónleikar í samstarfi við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þar sem flutt verða frumsamin lög nemenda við ljóð fjögurra kvenna frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum.
Aðsókn að Safnahúsi hefur verið afar góð það sem af er ári, bæði á bókasafn og list- og byggðasýningar.