Í dag eru hundrað ár liðin frá fæðingu Dr.Hallgríms Helgasonar, eins af okkar mestu fræðimönnum á sviði tónlistar á 20.öld. Hann varelstur fimm barna hjónanna Helga Hallgrímssonar frá Grímsstöðum í Álftaneshreppi á Mýrum og Ólafar Sigurjónsdóttur frá Vatnsleysuströnd. Þó Hallgrímur væri Reykvíkingur að megninu til dvaldi hann oft í Borgarfirði á lífstíð sinni og safnaði þar meðal annars þjóðlögum á sínum tíma. Það er ekki ofsögum sagt að Hallgrímur hafi helgað líf sitt tónlist í sem fjölbreyttustu mynd og framlag hans er geysimikilvægt á mörgum sviðum hennar. Hann tók m.a kennarapróf í fiðluleik frá Konservatorium Zürich 1949, og ríkispróf í tónsmíði frá sama skóla, sama ár og lauk doktorsgráðu í tónvísindum við Universität Zürich 1954. Hann var fiðluleikari með hljómsveit Reykjavíkur 1927-1933, söngkennari við MR 1940-46, stjórnaði ýmsum kórum og kom fram sem píanóleikari, bæði hér innanlands sem víða um lönd. Hallgrímur var prófessor við University of Saskatchewan 1966-1974 og dósent við HÍ 1974-1983. Þá samdi hann fjölmörg tónverk, t.d sönglög, móttettur, einleiksverk fyrir hin ýmsu klassísku hljóðfæri, verk fyrir strengjasveit, sinfóníuhljómsveit og svo framvegis. Hallgrímur hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín.