Á sumardaginn fyrsta þann 24. apríl n.k. kl. 13.00 verður opnuð ný sýning í Safnahúsi. Um er að ræða minningarsýningu um Guðmund Böðvarsson skáld (1904-1974) og er hún unnin með mikilli þátttöku ungs fólks. Verkefnið er unnið í samstarfi Safnahúss og Tónlistarskóla Borgarfjarðar með þátttöku grunnskólanna í héraðinu. Sýningarhönnun er í höndum tveggja ungra hönnuða, Magnúsar Hreggviðssonar og Sigursteins Sigurðssonar. Sýningin mun standa fram í september.