Margrét Sigríður Einarsdóttir skáldkona var fædd þann 14.október árið 1893, næstelst af sex börnum hjónanna Einars Hjálmssonar og Málfríðar K. Björnsdóttur sem bjuggu fyrst í Hlöðutúni í Stafholtstungum en síðar í Munaðarnesi í sömu sveit en við þann bæ kenndi Sigríður sig jafnan.
Sigríður stundaði ýmis störf, var meðal annars sýsluskrifari á Patreksfirði og í Borgarnesi og starfaði einnig um tíma í Sparisjóði Mýrasýslu. Síðar flutti hún til Reykjavíkur og starfaði lengst sem safnvörður á Þjóðminasafni Íslands en sinnti þó ýmsum öðrum fjölbreyttum störfum. Ljóðabækur hennar urðu alls fjórar talsins, sú fyrsta leit dagsins ljós árið 1930 og bar heitið Kveður í runni.