Í gær hittist safnafólk á Akranesi og í Borgarnesi og ræddi ýmis málefni er viðkoma söfnunum sem eru eftirtalin. Bókasafn Akraness, Skjalasafn Akraness, Ljósmyndasafn Akraness, Byggðasafn Akraness, Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Héraðsbókasafn Borgafjarðar, Byggðasafn Borgarfjarðar, Náttúrugripasafn Borgarfjarðar og Listasafn Borgarness. Meðal þess sem rætt var var upplýsingaflæði og samstarfsmöguleikar auk almennrar umræðu um rekstur safna. Til grundvallar umræðunni lá viljayfirlýsing Akraness og Borgarbyggðar um samvinnu í menningarmálum (2007).