Nokkrir nemendur Tónlistarskólans fóru til Ísafjarðar fyrir stuttu og komu þar fram á Nótu-tónleikum sem eru hluti uppskeruhátíðar tónlistarskólanna á Íslandi.  Þar á meðal var samspilshópurinn Ísleifur sem lék og söng frumsamið efni undir stjórn Ólafs Flosasonar og fékk viðurkenningu fyrir frumsamið tónverk á grunnstigi. Efniviðurinn að verkinu var þula eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur (1912-1970)  og er verkið afrakstur af samstarfi Safnahúss og Tónlistarskólans um þulur eftir Guðrúnu.  Krökkunum og kennara þeirra er óskað innilega til hamingju með árangurinn og er einkar ánægjulegt að unga fólkið skuli vinna með gamlan menningararf með þessum hætti.

 

Þriðji og lokahluti Nótunnar fer fram með tónleikum á landsvísu sem verða haldnir í Eldborg í Hörpu sunnudaginn 14. apríl.