Safnahús hefur fengið styrk til úr samfélagssjóði Landsbankans.Veittir voru alls 14 styrkir og voru styrkþegar valdir úr 130 umsækjendum. Styrkurinn sem Safnahús fékk er ætlaður til uppbyggingar fuglasýningar, en um 350 uppstoppaðir fuglar eru í eigu Náttúrugripasafns Borgarfjarðar. Sýningin er unnin í samvinnu við Náttúrustofu Vesturlands og verður sérstaklega ætluð til að auka þekkingu og vitund gesta um mikilvægi verndunar búsetusvæða fugla.