Nú í nóvember eru liðin 110 ár frá fæðingu Magnúsar Ásgeirssonar þýðanda og rithöfundar. Safnahús minnist hans af þessu tilefni með því að stilla upp nokkrum ljóðum hans og þýðingum auk fróðleiks um skáldið á veggspjaldi. Magnús var fæddur á Reykjum í Lundarreykjadal 9. nóv. 1901.