Skip to content
Nú fer hver að verða síðastur að sjá uppstillinguna um Gunnu á Húsafelli og Kristleif Þorsteinsson á Stórakroppi - aðeins nokkrir dagar eftir. Af þessu tilefni verður boðið upp á hádegisleiðsögn um sýningar okkar á efri hæðinni föstudaginn 11. nóvember kl. 12.30. Leiðsögnin tekur um 25 mín., Guðrún Jónsdóttir segir frá. Verið innilega velkomin.
Næsta sýning í anddyri bókasafns verður ljóðasýning barna í 5. bekkjum grunnskóla á starfssvæði Safnahúss. Þar er um að ræða árlegt verkefni héraðsbókasafnsins í samvinnu við kennara viðkomandi skóla, unnið í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Þátttaka hefur alltaf verið góð og mikið af góðum texta hefur sprottið upp úr verkefninu. Ljóðasýningin verður opin í þrjár vikur frá föstudeginum 18. nóvember.