Á þessu ár eru 150 ár liðin frá fæðingu tveggja frændsystkina sem tengjast bænum Húsafelli í Hálsasveit, þeirra Guðrúnar Jónsdóttur vinnukonu þar og Kristleifs Þorsteinssonar bónda og fræðimanns á Stóra Kroppi, en hann var fæddur á Húsafelli. Af þessu tilefni hefur verið sett upp örsýning í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi, þar sem ýmislegt sem tengist Guðrúnu og Kristleifi er sýnt og sagt frá ævi þeirra og fjölskyldu.