Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður hélt í gær fyrir hönd Safnahúss fyrirlestur fyrir nemendur í Sögu 204 hjá Menntaskóla Borgarfjarðar.  Erindið fjallaði um ævi sr. Magnúsar Andréssonar á Gilsbakka (1845-1922) og var hugsað sem innlegg í umfjöllun kennara um samtíma hans.  Í Safnahúsi hefur verið unnin mikil heimildavinna vegna uppsetningar sýningar um sr. Magnús, en hún var opnuð í vor. Var þetta kærkomið tækifæri til að kynna hluta þess fróðleiks til nemenda við skólann.

 

Safnahús vill þakka forsvarsmönnum MB og Ívari Erni Reynissyni kennara fyrir gott samstarf í þessu verkefni, sem skapar nýjan flöt á miðlun menningararfsins.  Eftir að erindinu lauk voru umræður undir stjórn kennara, þar sem nemendur sýndu lifandi áhuga á efninu og spurðu greinargóðra spurninga.

 

Ljósmynd:  Guðrún Jónsdóttir.