Í dag bárust nokkrar myndir af gamla Borgarnesi til Héraðsskjalasafnsins. Sendandinn er Arngrímur Sigurðsson, en Gísli Magnússon skósmiður og hárskeri í Borgarnesi var ömmubróðir hans. Myndirnar eru líklega teknar öðru hvoru megin við síðari heimsstyrjöldina.
Fróðlegt væri að vita ef einhver kannast við konuna sem er á annarri myndinni.
Starfsfólk Safnahúss.