Um helgina kom David Gislason í heimsókn í Safnahús, m.a. í fylgd Almars Grímssonar stjórnarformanns Þjóðræknisfélags Íslands. Hópurinn skoðaði sýninguna Börn í 100 ár og fékk svo fylgd forstöðumanns Safnahúss um elsta hluta Borgarness þar sem m.a. var skoðaður minningarsteinn um Vestur-íslensk hjón sem fluttu frá Borgarfirði vestur um haf árið 1900.