John L. Dixon frá Durham á Bretlandi kom í Safnahús í gær til að leita upplýsinga um herdeild föður síns, Roberts Bagnall Dixon, sem lést 1998. Hafði Dixon yngri áhuga á að fá ljósmyndir úr Borgarnesi frá stríðsárunum vegna vefsíðu sem hann er að setja á fót um herdeild föður síns. Faðir hans var í 70. fótgönguliðsherdeild Breta, en menn úr þeirri deild dvöldu m.a. á Íslandi á árunum 1940-1942. Úr þeim hópi áætlar John Dixon að á bilinu 3-400 manns hafi verið í Borgarnesi á þessum tíma.