Á dögunum fór munavörður í sína aðra heimsókn í Menntaskólann í Hamrahlíð. Tilgangurinn er að sýna læknatól í eigu safnsins í valáfanga sem kenndur er í skólanum og kallast Saga læknisfræði frá fornöld til nútímans. Ekki er um eiginlegt safn sem sýnir slíka gripi í nágrenni Reykjavíkur og erfitt hefur verið að komast yfir gömu lækningatól. Kennarinn, Rúna Guðmundsdóttir, og nemendur þökkuðu vel fyrir sig og vöktu mörg áhöldin miklar umræður og oft á tíðum hlátur.