Ný listaverk hafa bæst við eign Listasafnsins. Þau eru gjöf frá listamanninum Páli Guðmundssyni á Húsafelli eftir sýningu sem hann hélt í Safnahúsi Borgarfjarðar á síðasta ári. Listaverkin heita Alsherjargoðinn sem er pastelmynd unnin árið 1982 og er af Sveinbirni Beinteinssyni og Myndheimur- Til minningar um Einar Ingimundarson sem eru fimm verk unnin í líparít árið 2006.
Þessi verk er mjög dýrmæt fyrir safnið því bæði er Páll frábær listamaður og með þeim heldur hann minningu tveggja borgfirskra sómamanna á lofti.