Fyrsta sýningarverkefni ársins 2021 var tengt sögulega hlaðvarpinu Myrka Ísland sem er á vegum Borghreppinganna Sigrúnar Elíasdóttur og Önnu Drafnar Sigurjónsdóttur. Opnunardagurinn var 15. febrúar og sýnd voru verk eftir Lúkas Guðnason og Sigurjón Líndal Benediktsson (Jónsa) sem myndskreyta þættina. Var sýningunni fylgt úr hlaði með rafrænni sögustund sem  hægt er að nálgast á kvikborg.is og á Facebook síðu Myrka Íslands. Sýningunni lauk 19. mars og var opnuð í Bókasafni Akraness skömmu síðar. 

Þessir aðilar sýna í Hallsteinssal á árinu að óbreyttu:
Sigríður Ásgeirsdóttir (Systa), Inga Stefánsdóttir, Viktor Pétur Hannesson, Listahátíðin Plan B og Jóhanna Jónsdóttir. Sýningu Ásu Ólafsdóttur sem hefjast átti í lok águst var frestað.  Í nóvember verður sett upp textílsýning undir sýningarstjórn Katrínar Jóhannesardóttur og ný veggspjaldasýning var opnuð um Björn Guðmundsson höfund Bjössaróló í maí.

Menningardagskrá Safnahúss er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Ljósmynd: Anna Dröfn og Sigrún  við upptöku á þáttum Myrka Íslands.