Bækur

Reynt er eftir fremsta megni að nálgast nær allar útgefnar bækur á íslensku, um svipað leyti og þær koma út, yfirleitt eitt eintak af hverri bók. Nokkuð magn erlendra bóka er á safninu og má þar nefna bækur á ensku, skandinavísku málunum og þýsku. Yfirleitt eru bækur lánaðar út til 30 daga en nýjar bækur einungis í 10 daga. Hægt er að láta skrá sig á biðlista yfir bækur og er þá haft samband við viðkomandi þegar bókin kemur inn.

Dagsektir reiknast á bækur sem komnar eru fram yfir lánstíma og hafa ekki verið endurnýjaðar.  Sendar eru út áminningar bréfleiðis í slíkum tilfellum.

Bækur í handbókasal (merktar ,,H” á kili) eru að jafnaði ekki lánaðar út, heldur eingöngu til afnota í handbóka/lestrarsal. Eru það einkum ættfræðibækur, stórar yfirlitsbækur og orðabækur.

Geymslueintök, (merkt ,,G” á kili bókar), eru gamlar og oft fágætar bækur, ætlaðar til afnota í lestrarsal og eru ekki lánaðar út. Þær eru geymdar sér bakatil.

Þá reyna bókaverðir að nálgast bækur sem safnið á ekki í millisafnaláni frá öðrum söfnum, sé þess óskað, hvort sem um er að ræða ákveðna bók eða bækur á öðrum tungumálum.

Glatist bók eða annar safnkostur hjá lánþega ber að útvega safninu nýtt eintak eða greiða fyrir nýtt eintak.

Tímarit

Safnið kaupir eða fær send mörg tímarit sem gefin eru út innanlands, auk nokkurra erlendra timarita. Töluvert margir titlar eldri tímarita eru geymdir í tímaritageymslum og eru að jafnaði ekki til útláns, heldur til skoðunar á staðnum, í lestrarsal eða þægilegum leskrók á safninu þar sem gestir geta aukinheldur gluggað í nýjustu dagblöðin. Dagblöð eru geymd að jafnaði í sx mánuði en eru ekki til útláns.  Tímarit eru lánuð út í 10 daga.

Myndbönd

Myndbönd (VHS og DVD) eru lánuð út í tvo virka daga í senn.

Tónlistardiskar

Safnið á svolítið úrval geisladiska með tónlist af öllum toga, jafnt innlendri sem erlendri. Þeir eru lánaðir í 14 daga.

Hljóðbækur

Safnið reynir að festa kaup á flestum þeim hljóðbókum sem út koma á Íslensku. Þá hefur safnið eignast nokkrar hljóðbækur á ensku til að auka úrvalið ennfremur. Nokkrar hljóðbækur eru til á erlendum málum. Hljóðbækur eru lánaðar í 30 daga einsog bækur.

Tungumálanámskeið

Safnið á nokkuð magn tungumálanámskeiða á geisladiskum. Yfirleitt er um þrjú erfiðleikastig að ræða svo allir ættu að geta fundið efni við sitt hæfi.

Tungumáladiskar eru lánaðir í 30 daga, endurgjaldslaust.

Ljósritun

Boðið er uppá ljósritunarþjónustu.

Internet

Aðgangur að tölvu er á safninu og boðið upp á þráðlausan aðgang.

Allar frekari upplýsingar um bókasafnið og starfsemi þess má nálgast í síma 433 7200. Þá eru safngestir hvattir til að nýta sér netfang Bókasafnsins fyrir hverskyns fyrirspurnir en það er bokasafn@safnahus.