Byggðasafn Borgarfjarðar starfar samkvæmt safnalögum nr. 141/2011 og reglugerð um viðurkennd söfn frá árinu 2013. Um aðgengi að skjölum Héraðsskjalasafns fer skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014, upplýsingalögum nr. 140/2012 og reglugerð um héraðsskjalasöfn.
Söfnin hafa lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018 einnig til hliðsjónar ásamt persónuverndarstefnu Borgarbyggðar sem er eigandi safnanna í Safnahúsi, með þjónustusamningum við nágrannasveitarfélögin Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp.
Leitast er við að nýlegar ljósmyndir sem birtar eru á heimasíðu, Instagram- eða Facebooksíðu Safnahúss séu af fleirum en einum einstaklingi nema leitað verði sérstaklega eftir samþykki viðkomandi um birtinguna. Sérlega er þessa gætt þegar um ljósmyndir af börnum er að ræða. Ef athugasemd berst um myndbirtingu verður brugðist við því strax og myndin fjarlægð.
Ljósmynd: Erlendir háskólanemar heimsækja Safnahús sumarið 2017. Myndataka: Guðrún Jónsdóttir.