Árið 2017 hóf Héraðsskjalasafnið að vera með myndamorgna þar sem gestir eru beðnir um að greina ljósmyndir fyrir safnið. Síðan þá hafa verið haldnir sex slíkir morgnar á ári hverju og hafa þeir verið afar gagnlegir fyrir safnið sem á gríðarlegt magn ljósmynda er tengjast starfssvæði þess. Safnahús Borgarfjarðar er í eigu Borgarbyggðar en þjónar einnig Hvalfjarðarsveit og Skorradal með þjónustusamningum. Húsið vinnur því fyrir stórt svæði, allt frá Hvalfjarðarbotni í suðri og vestur að Haffjarðará.
Ljósmynd: Auglýsing um myndamorgnana árið 2020.