Byggðasafn Borgarfjarðar tekur við munum samkvæmt ákveðnu verkferli sem lýtur að því að meta hvort viðkomandi hlutur flokkast sem góður og gegn safngripur. Ef svo er ekki raunin er honum hafnað. Í söfnunarstefnu er kveðið á um eftir hverju skal fara en eingöngu er tekið við gripum af starfssvæði Safnahúss. Munir eru sýndir þegar tækifæri gefst.. Safnið getur ekki þegið gjafir sem fylgja kvaðir, og áskilur sér rétt til að afþakka gjafir sem slíkt á við um.