Hópamóttaka
Í Safnahúsi er vel tekið á móti hópum. Mikilvægt er að látið sé vita um hópa fyrirfram svo móttakan verði eins og best verður á kosið.
Í boði er að taka á móti hópum með leiðsögn.
Aðgengi að sýningum hússins er gott, lyfta er í húsinu og gott aðgengi fyrir hjólastóla.
Sýningar hússins eru tvær: Hennar voru spor (í Hallsteinssal efri hæð) og Ævintýri fuglanna á neðri hæð (sjá nánar á heimasíðu). Báðar henta vel fyrir alla aldurshópa og þjóðerni.
Í Hallsteinssal eru oft minni sýningar byggðar á borgfirskum menningararfi og/eða listsýningar fólk hvatt til að kynna sér hvaða sýningar eru uppi hverju sinni.
Verið hjartanlega velkomin!
Starfsfólk Safnahúss
safnahus@safnahus.is – 433 7200