Héraðsbókasafnið býður nú lánþegum sínum aðgang að Rafbókasafninu. Það byggir á OverDrive rafbókaveitunni. sem þjónar bókasöfnum um allan heim.
Í Rafbókasafninu eru mikið magn rafbóka og hljóðbóka. Meginhluti efnisins er á ensku og í formi rafbóka, en hlutur hljóðbóka fer ört vaxandi, enda njóta þær sérlegra vinsælda. Þetta þýðir að bókakostur nýju aðildarsafnanna stækkar um tæplega 4.000 bækur. Vonir standa til að á þessu ári muni íslenskar rafbækur bætast í safnið. Líkt og á öðrum bókasöfnum er safnkosturinn fjölbreyttur, en þar má finna skáldverk, fræðirit og rit almenns efnis, bæði nýtt efni og klassík.
Raf- og hljóðbækurnar má lesa og hlusta á, ýmist á vef safnsins, eða í snjalltækjum með öppunum Overdrive eða Libby.
Mað aðgangi að rafbókasafni geta lesendur notað hvert tækifæri til að lesa bækur, í síma eða á spjaldtölvu (öðrum en Kindle. Rafbókasafnið er alltaf opið og þar eru engar sektir, því kerfið sér sjálft um að skila bókum þegar lánstími er útrunninn.
Allar nánari upplýsingar um Rafbókasafnið fær almenningur á héraðsbókasafninu og vefslóðin á rafbókasafnið sjálft er http://rafbokasafnid.is
Til að fá aðgang að rafbókasafni er nauðsynlegt að eiga gilt bókasafnsskírteini.
Allar frekari upplýsingar veitir Sævar Ingi Jónsson héraðsbókavörður: bokasafn@safnahus.is eða 4337200.