Sýningin Ævintýri fuglanna var opnuð árið 2013. Grunnur að henni er fuglasafn úr eigu Náttúrugripasafns Borgarfjarðar sem er eitt fimm safna í Safnahúsi.  Hönnuður sýningarinnar er Snorri Freyr Hilmarsson leikmyndahönnuður og notar hann liti hafs og himins í listrænni nálgun sinni við fugla himins.  Flestir gripanna eru stoppaðir upp af Kristjáni Geirmundssyni og Jóni M. Guðmundssyni. Helsta viðfangsefni sýningarinnar er hið mikla ævintýri farflugsins.

Sýningin er helguð minningu Sigfúsar Sumarliðasonar (1932-2001) fyrrv. formanns Náttúrugripa- og Byggðasafns Borgarfjarðar.

Sýningarhönnun: Snorri Freyr Hilmarsson. Yfirsmiður: Hannes Heiðarsson. Grafíkmálun: Steingrímur Þorvaldsson og Snorri Freyr Hilmarsson. Prentun: Merking ehf. Grafík: Heiður Hörn Hjartardóttir. Endurbætur á fuglasafni: Bjarni Hlynur Guðjónsson. Lýsing: Glitnir ehf. Hljóðhönnun: Sigurþór Kristjánsson. Hamskerar: Jón Guðmundsson, Kristján Geirmundsson ofl.

Stuðningur með einum eða öðrum hætti: Borgarbyggð, Íslenska Gámafélagið ehf., Landsbanki Íslands, Límtré Vírnet, Menningarráð Vesturlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofa Vesturlands, Safnaráð Íslands.

Þessir lögðu einnig hönd á plóginn: Davíð Árnason, Guðmundur Guðmundsson, Guðni Rafn Ásgeirsson, Hilmar Eiríksson, Jóhann Hlíðar Hannesson, Magnús Guðjónsson, Menja von Schmalensee, Róbert Arnar Stefánsson, Þorvaldur Þór Björnsson.