Ný listaverk hafa bæst við eign Listasafnsins. Þau eru gjöf frá listamanninum Páli Guðmundssyni á Húsafelli eftir sýningu sem hann hélt í Safnahúsi Borgarfjarðar á síðasta ári. Listaverkin heita Alsherjargoðinn sem er pastelmynd unnin árið 1982 og er af Sveinbirni Beinteinssyni  og Myndheimur- Til minningar um Einar Ingimundarson sem eru fimm verk unnin í líparít árið 2006.

Þessi verk er mjög dýrmæt fyrir safnið því bæði er Páll frábær listamaður og með þeim heldur hann minningu tveggja borgfirskra sómamanna á lofti.

 

 

Franskt leikhús.  Mitt á milli brúðuleiks og hefðbundins leikhúss liggur TURAK sem sumir nefna "víðavangsleikhús". Höfundur og leikstjóri er Michel Laubu. Sýningin er á vegum Alliance Francaise og er í tengslum við frönsku menningarhátíðina, Pourquoi Pas?- franskt vor á Íslandi.

 

Sýningin er ætluð fyrir alla aldurshópa og er ókeypis aðgangur. 

 

Dagana 20.-23. apríl verður dagskrá á vegum Safnahúss Borgarfjarðar og Landnámsseturs Íslands í tengslum við menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi

 

Sýningin Pourquoi Pas? - strandið sem er í Tjernihúsi í Englendingarvík verður opin á föstudeginum kl. 18.00-21.00 og á laugardeginum og sunnudeginum frá kl. 14.00-18.00.

 

Á laugardeginum 21. apríl kl. 14.00 er sérstök dagskrá með ávörpum, upplestri,  tónlistarflutningi og kaffiveitingum.

 

Mánudagskvöldið 23. apríl kl. 20.00 verður franski brúðuleikhúshópurinn Turak með sýningu í Landnámssetrinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í tilefni 140 ára verslunarafmælis Borgarness  þann 22. mars er í Safnahúsinu sýning á skjölum, myndum  og munum sem tengjast sögu verslunar í Borgarnesi.

Einnig er sýnd kvikmynd frá 125 ára hátíðarhöldunum. 

 

Safnahúsið er opið frá kl. 13-18 alla virka daga nema þriðjudaga og fimmtudaga er opið frá kl. 13-20.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Samkvæmt tölfræði þeirri er finna má á þjónustuvef Landskerfis bókasafna kemur fram að heildarútlán á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar á síðasta ári voru 18.198.  Það er að segja lán á þeim eintökum sem skráð hafa verið í Gegni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í ljósmyndasafni Héraðsskjalasafnsins eru skráðar um 5530 ljósmyndir. Flestar myndirnar eru af fólki og þar á meðal þessi mynd sem sýnir sundkennslu í Stafholtstungum árið 1929.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við sendum öllum okkar bestu óskir um farsælt komandi ár með þökk fyrir hið liðna.

 

Starfsfólk Safnahúss Borgarfjarðar.

Skemmtidagskrá Safnahúss Borgarfjarðar og Landnámssetursins.

Í kvöld les Einar Már Guðmundsson upp úr nýútkominni ljóðabók sinni Ég stytti mér leið fram hjá dauðanum. Einnig mæta Elísabet Eyþórsdóttir söngkona og Börkur Hrafn Birgisson lagasmiður og flytja ljóð Einars Más. Aðgangur er ókeypis.

Í Desembermánuði verður Snjólaug Guðmundsdóttir handverkskona frá Brúarlandi með sölu á handverki sínu, í Safnahúsinu 2.hæð.  Meðal muna eru handofnir og þæfðir munir úr ull, skartgripir úr skeljum og steinum, ljóðakort og vatnslitamyndir.  Opið alla virka daga frá 13-18, þriðjudaga og fimmtudaga frá 13-20. 

Þann 1. desember n.k. verður frumflutt lag Hilmars Arnar Hilmarssonar við ljóð Guðmundar Böðvarssonar, Rauði steinninn, á steinhörpur Páls listamanns á Húsafelli í Hvítársíðu. Snorri á Fossum, Steindór Andersen, Gunnar Kvaran, Frank, hljómsveitin Sigurrós og fleiri valinkunnir vinir Páls munu heiðra okkur með nærveru sinni og sýna lipra takta á steinhörpuna hans.

 

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

 

Vakin er athygli á því að 1. desember er síðasti dagur á yfirlitssýningu á verkum Páls í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi.