Upprennandi lestrarhestar í Leikskólanum Klettaborg
Í marsmánuði síðastliðnum hleypti Héraðsbókasafn Borgarfjarðar, í góðri samvinnu við Leikskólann Klettaborg, af stað tilraunaverkefninu ,,Bókakoffort handa leikskólabörnum”.  Markmið verkefnisins er að auka aðgengi barna á leikskólaaldri og foreldra þeirra að bókum og hvetja foreldra til að lesa fyrir börn sín. 

Í leiðinni er minnt á bókasafnið og hlutverk þess.

Hugmyndin er sótt til Borgarbókasafns Reykjavíkur en einnig hefur verkefnið verið prófað í leikskólum í Reykjanesbæ með góðum árangri. 

Sýningin um Pourquoi-Pas? – strandið verður opin alla daga í sumar á milli kl. 13 og 18 og tekur það fyrirkomulag gildi á morgun, þann 1. júní. Sýningin er í Tjernihúsi, 120 ára gömlu pakkhúsi í Englendingavík. Sýningin var opnuð s.l. haust í tilefni af því að þá voru liðin 70 ár síðan rannsóknaskipið fræga Pourquoi-pas? fórst við Straumfjörð á Mýrum. Það var þann 16. september árið 1936 sem þetta merkilega skip leiðangursstjórans Jean-Baptiste Charcot steytti á skerinu Hnokka og sökk. Fjörutíu meðlimir skipshafnarinnar fórust, og einungis einn komst lífs af.

 

 

Í kjölfar viljayfirlýsingar menningarmálanefnda Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar um samstarf á sviði menningarmála, hafa Bókasafn Akraness og Héraðsbókasafn Borgarfjarðar gert með sér samkomulag að eigi lánþegi gilt skírteini í Bókasafni Akraness getur hann nýtt sér þjónustuna í Héraðsbókasafni Borgarfjarðar og öfugt.  Því verður hægt að taka bækur að láni á öðrum staðnum og skila á hinum.

Ársgjald ákvarðast af gjaldskrá bókasafnins í því sveitarfélagi þar sem viðskiptavinurinn á lögheimili. Útlánagjöld, sekt og önnur gjöld miðast við það bókasafn sem notað er hverju sinni. 

Vonast starfsfólk bókasafnanna til þess að þessi aukna þjónusta falli í góðan jarðveg og samstarfið leiði af sér fleiri samstarfsfleti í framtíðinni. 

 

Ný listaverk hafa bæst við eign Listasafnsins. Þau eru gjöf frá listamanninum Páli Guðmundssyni á Húsafelli eftir sýningu sem hann hélt í Safnahúsi Borgarfjarðar á síðasta ári. Listaverkin heita Alsherjargoðinn sem er pastelmynd unnin árið 1982 og er af Sveinbirni Beinteinssyni  og Myndheimur- Til minningar um Einar Ingimundarson sem eru fimm verk unnin í líparít árið 2006.

Þessi verk er mjög dýrmæt fyrir safnið því bæði er Páll frábær listamaður og með þeim heldur hann minningu tveggja borgfirskra sómamanna á lofti.

 

 

Franskt leikhús.  Mitt á milli brúðuleiks og hefðbundins leikhúss liggur TURAK sem sumir nefna "víðavangsleikhús". Höfundur og leikstjóri er Michel Laubu. Sýningin er á vegum Alliance Francaise og er í tengslum við frönsku menningarhátíðina, Pourquoi Pas?- franskt vor á Íslandi.

 

Sýningin er ætluð fyrir alla aldurshópa og er ókeypis aðgangur. 

 

Dagana 20.-23. apríl verður dagskrá á vegum Safnahúss Borgarfjarðar og Landnámsseturs Íslands í tengslum við menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi

 

Sýningin Pourquoi Pas? - strandið sem er í Tjernihúsi í Englendingarvík verður opin á föstudeginum kl. 18.00-21.00 og á laugardeginum og sunnudeginum frá kl. 14.00-18.00.

 

Á laugardeginum 21. apríl kl. 14.00 er sérstök dagskrá með ávörpum, upplestri,  tónlistarflutningi og kaffiveitingum.

 

Mánudagskvöldið 23. apríl kl. 20.00 verður franski brúðuleikhúshópurinn Turak með sýningu í Landnámssetrinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í tilefni 140 ára verslunarafmælis Borgarness  þann 22. mars er í Safnahúsinu sýning á skjölum, myndum  og munum sem tengjast sögu verslunar í Borgarnesi.

Einnig er sýnd kvikmynd frá 125 ára hátíðarhöldunum. 

 

Safnahúsið er opið frá kl. 13-18 alla virka daga nema þriðjudaga og fimmtudaga er opið frá kl. 13-20.

 

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Samkvæmt tölfræði þeirri er finna má á þjónustuvef Landskerfis bókasafna kemur fram að heildarútlán á Héraðsbókasafni Borgarfjarðar á síðasta ári voru 18.198.  Það er að segja lán á þeim eintökum sem skráð hafa verið í Gegni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í ljósmyndasafni Héraðsskjalasafnsins eru skráðar um 5530 ljósmyndir. Flestar myndirnar eru af fólki og þar á meðal þessi mynd sem sýnir sundkennslu í Stafholtstungum árið 1929.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við sendum öllum okkar bestu óskir um farsælt komandi ár með þökk fyrir hið liðna.

 

Starfsfólk Safnahúss Borgarfjarðar.