Dagana 20.-23. apríl verður dagskrá á vegum Safnahúss Borgarfjarðar og Landnámsseturs Íslands í tengslum við menningarhátíðina Franskt vor á Íslandi

 

Sýningin Pourquoi Pas? - strandið sem er í Tjernihúsi í Englendingarvík verður opin á föstudeginum kl. 18.00-21.00 og á laugardeginum og sunnudeginum frá kl. 14.00-18.00.

 

Á laugardeginum 21. apríl kl. 14.00 er sérstök dagskrá með ávörpum, upplestri,  tónlistarflutningi og kaffiveitingum.

 

Mánudagskvöldið 23. apríl kl. 20.00 verður franski brúðuleikhúshópurinn Turak með sýningu í Landnámssetrinu.