Dagskrá í samvinnu Safnahúss og Landnámsseturs tengd strandi franska rannsóknaskipsins Pourquoi Pas? á skerinu Hnokka fyrir 70 árum.  Friðrik Rafnsson segir frá nýlega útkominni bók um ævi og störf Jean-Babtiste Charcot vísindamanns og skipstjóra Pourquoi Pas?. Sýnt verður viðtal sem Gísli Einarsson tók við Harald Sveinsson frá Álftanesi um kynni hans af skipverjum Pourquoi Pas? og merkilegar tilviljanir.  Aðgangur ókeypis.  

„GÓÐIR BORGFIRÐINGAR“ Skemmtikvöld Safnahússins og Landnámssetursins. Þar  koma fram Bragi Þórðarson, Margrét Jóhannsdóttir og Bjarni Guðmundsson með sagnaefni og tónlist. Ókeypis aðgangur. 

 

 

Á degi íslenskrar tungu í fyrra var opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar sýning á frumsömdum ljóðum og myndskreytingum nemenda fimmtu bekkja í grunnskólum héraðsins.  Þátttaka var mjög góð og áttu sumir nemendur fleiri en eitt ljóð. 

Einar Kárason, Tómas R. Einarsson og Halldór Guðmundsson kynna nýtt efni hver úr sinni smiðju.

Ókeypis aðgangur. 

Í nóvember og desember verða haldnar í Landnámssetrinu í Borgarnesi kvöldskemmtanir í samvinnu Safnahússins og Landnámssetursins. Í boði verður fjölbreytt sagnaskemmtun, upplestrar og tónlist með frábærum listamönnum. Sjá dagskrá nánar á  kvöldskemmtanir

 Sýningin Pourquoi-Pas? - strandið, var opnuð með viðhöfn laugardaginn 16. september 2006. Sýningin er sett upp í Tjernihúsi, 120 ára gömlu pakkhúsi, sem Hollvinasamtök Englendingavíkur hafa nýverið lokið endurgerð á.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sýningin Pourquoi-Pas? - strandið verður fyrst um sinn opin á laugardögum kl 13:00 - 17:00, til 11. nóvember n.k. Hún er einnig opin eftir eftirspurn. Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar, Ása S. Harðardóttir.

Föstudaginn 9. júní var í tilefni Borgfirðingahátíðar haldin samkoma í Safnahúsinu. Jónína Erna Arnardóttir, formaður menningamálanefndar Borgarbyggðar  var kynnir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á dagskránni var opnun sýningar á ljósmyndum Guðbjargar Hörpu Ingimundardóttur. Haraldur Jónsson las upp úr bók sinni „Hugrenningur“. Fjögur börn lásu upp ljóð sín sem valin höfðu verið til birtingar í bókinni „Ljóð unga fólksins". Í Safnahúsinu eru einnig til sýnis myndverk úr rekavið eftir Lúkas Kárason og vettlingasafn Helgu Hansdóttur.  Ljósmyndasýning Hörpu, verk Lúkasar og vettlingasafn Helgu verða áfram til sýnis næstu vikur.

Nú hefur verið opnaður nýr vefur Safnahúss Borgarfjarðar. Vefurinn er ennþá í vinnslu, en ætlunin er að setja inn mikið magn skemmtilegra mynda á næstunni, auk þess sem  margt er á döfinni í Safnahúsinu sumarið 2006 sem upplýsingar munu koma um mjög fljótlega.