Sýningin Tíminn gegnum linsuna var opnuð í gær að viðstaddri sveitarstjórn og sveitarstjóra, Gunnlaugi A. Júlíussyni sem flutti ávarp. Nefndi hann m.a. hversu mikilvægt það sé að halda sjónrænum heimildum til haga í samfélagi nútímans.  Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss flutti stutta tölu og ungir tónlistarmenn fluttu frumsamið lag og ljóð um Borgarnes, eftir Theodóru Þorsteinsdóttur. Alls komu ríflega tvö hundruð manns á opnunina og mátti víða heyra fróðleg samtöl um gamla tíma í Borgarnesi. 

Sýningin stendur út árið 2017, afmælisár Borgarness.  

Val mynda og textagerð annaðist Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur og hönnun sýningarinnar er unnin af Heiði Hörn Hjartardóttur.

Sá elsti þeirra var fæddur 1896 (Friðrik Þorvaldsson) og sá yngsti árið 1952 (Theodór Kr. Þórðarson). Hinir tveir eru Einar Ingimundarson og Júlíus Axelsson.  Á meðfylgjandi mynd sést Heiðar Lind á tali við Theodór. Myndataka: Jóhanna Skúladóttir.

Þess má geta að næsti liður í hátíðahöldum á vegum sveitarfélagsins vegna afmælis Borgarness er hátíðardagskrá í Hjálmakletti í Borgarnesi 29. apríl n.k. kl. 15.00, nánar auglýst síðar. 

Categories:

Tags:

Comments are closed