Ársskýrsla Safnahúss fyrir árið 2016 er nú fullbúin og hefur verið birt á vef Safnahúss: http://safnahus.is/arsskyrslur/

Árið var afar viðburðaríkt og þakkar starfsfólk Safnahúss öllum þeim fjömörgu sem þar lögðu hönd á plóg.

Meðfylgjandi ljósmynd er frá einum viðburða ársins, þegar nemendur Tónlistarskólans fluttu eigin verk við ljóð Snorra Hjartarsonar á tónleikum í Safnahúsi á sumardaginn fyrsta. Freyr Dominic Jude M. Bjarnason  flytur verk sitt með aðstoð Jónínu Ernu Arnardóttur kennara við skólann.

Við sama tækifæri var opnuð sýning á ljósmyndum af refaveiðimönnum í héraðinu eftir Sigurjón Einarsson ljósmyndara á Hvanneyri. Vakti sýningin mikla athygli og veitti verðmæta innsýn í refaveiðina.

Myndataka: Elín Elísabet Einarsdóttir.

Categories:

Tags:

Comments are closed