Kynnt verður bókin Utangarðs? Ferðalag til fortíðar, eftir Halldóru Kristinsdóttur og Sigríði H. Jörundsdóttur. Myndskreytingar eru eftir Halldór Baldursson. Höfundar kynna. Bókin fjallar um utangarðsfólk á Vesturlandi og Vestfjörðum og verður að þessu sinni sérstaklega sagt frá borgfirsku fólki, Svani Jónssyni frá Grjóteyrartungu og Kristínu Pálsdóttur frá Eystri-Leirárgörðum, sem var víða í Borgarfirði.   

 

Héraðsskjalasöfnin og Þjóðskjalasafn eru með sameiginlegan vef í tilefni skjaladagsins og er þemað þetta árið samnorrænt „Gränslöst“. Íslensk yfirskrift skjaladagsins er „Án takmarka“. Þemað vísar til þess sem er óvenjulegt, utan þess sem gengur og gerist, lýtur engum eða litlum takmörkunum, eða er jafnvel utan þessa tilverustigs. Sem dæmi má nefna íslensku sauðkindina sem fer alla jafnan sínu fram og virðir engin takmörk. Finna má dæmi um heimildir af því líku á vefnum skjaladagur.is

 Teikning af Kristínu Pálsdóttur eftir Halldór Baldursson.

Categories:

Tags:

Comments are closed