Leikið með strik og stafi – sýningaropnun s.l. laugardag.

Bjarna Guðmundssyni var vel tekið við opnun sýningar sinnar s.l. laugardag. Þar sýnir hann texta og teikningar, en hann er þekktur fyrir textasmíð sína og hefur alltaf haft áhuga á teikningu sem dægradvöl eins og hann segir sjálfur frá.  Safnahús þakkar öllum þeim sem mættu á opnunardaginn og hvetur sem flesta til að sjá þessa sýningu Bjarna við fyrsta tækifæri. Hún verður opin 13.00 – 18.00 alla virka daga og stendur til 20. janúar.