Geysimikil þátttaka var í sumarlestri Héraðsbókasafnsins í sumar, en þetta er í fjórða sinn sem safnið stendur fyrir slíku hvatningarátaki.  Alls tóku 47 börn þátt og lásu þau 595 bækur.  Kynjahlutfallið var nokkuð jafnt í hópnum, 24 strákar og 23 stelpur.  Sá árgangur sem las mest var 9 ára börn með 216 lesnar bækur.

 

Haldið verður upp á þennan góða árangur með uppskeruhátíð fimmtudaginn 18. ágúst, klukkan 11.00 í Safnahúsinu.

Þar verður tilkynnt hvaða heppnu lestrarhestar hafa verið dregnir út og hljóta bókavinning. Eitthvað bragðgott verður á boðstólum og farið verður í skemmtilega leiki og þrautir undir styrkri stjórn Sævars Inga Jónssonar og Eddu Bergsveinsdóttur.

 

Ástæða er til að nefna að á síðasta ári var líka góð þátttaka í sumarlestrinum þótt ekki væri hún alveg svona mikil, en þá  lásu  47 krakkar 305 bækur sem telst frábær frammistaða.  

 

Þess má geta að grunnskólakennarar í héraðinu hafa ítrekað komið því á framfæri við bókasafnið eð þeir telji sumarlesturinn mikilvægan þátt í uppbyggingu lestrarkunnáttu nemenda sinna. Er þetta safninu mikil hvatning.

 

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed