Sagnakvöld Safnahúss s.l. fimmtudag var afar vel sótt, en alls hlýddu rúmlega 100 manns á dagskrána, þar sem rithöfundar kynntu bækur sínar. Fjórar bækur voru kynntar, en margt fleira tengt Borgarfirðinum kemur út í ár og mega héraðsbúar vera stoltir af.