Fimmtudaginn þann 22. okt. næstkomandi kl. 20.00 verður sagnakvöld í Safnahúsi þar sem lesið verður upp úr fjórum bókum er allar tengjast Borgarfirðinum. Eftirtaldir lesa upp úr verkum sínum: Bragi Þórðarson, Óskar Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Böðvar Guðmundsson.  

 

Í lok dagskrár fer Bjarni Guðmundsson með kvæðið Sumar eftir Guðmund skáld Böðvarsson og stutta hugleiðingu um það.

 

Sagnakvöldið verður í sýningarsalnum (Börn í 100 ár) á neðri hæð Safnahúss. Ókeypis aðgangur - allir velkomnir.