Laugardaginn 25. ágúst var opnuð listasýning í sal Listasafns Borgarness. Sýnd eru leirverk eftir mæðgurnar Ólöfu Erlu Bjarnadóttur og Kristínu Erlu Sigurðardóttur. Sýningin er styrkt af Menningarsjóði Vesturlands og er fyrsta samsýning þeirra mæðgna og tókst vel til, um 50 manns komu að líta á verkin þennan dag.