Þann 1. maí tekur sumaropnun sýninga gildi og verða þær opnar alla daga 13.00-17.00, helgidaga jafnt sem virka daga. Afgreiðslutími bókasafns er óbreyttur, 13.00-18.00 virka daga svo einnig er hægt að sjá sýninguna Gleym þeim ei til kl. 18.00 virka daga, en hún er á sömu hæð og bókasafnið. Ekki er tekinn aðgangseyrir á þá sýningu en frjáls framlög vel þegin. Sumaropnunin gildir fram til 1. september. Við bjóðum gesti innilega velkomna að sækja söfnin heim í sumar!

Gjaldskrá á sýningarnar Börn í 100 ár og Ævintýri fuglanna er sem hér segir:

Fullorðnir (16 – 67 ára) kr. 1.000

Hópar (10+) kr. 600

Eldriborgarar og öryrkjar Kr. 700

Ókeypis fyrir börn upp að 16 ára aldri. 

Categories:

Tags:

Comments are closed