Líflegt hefur verið í Safnahúsi í sumar enda alls fimm sýningar í húsinu. Sumarlestri er nú lokið og var það í tíunda sinn sem héraðsbókasafn stóð fyrir lestrarátaki fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Í ágústlok verður þess minnst að 100 ár eru liðin frá fæðingu dr Selmu Jónsdóttur sem var fædd og uppalin í Kaupangi í Borgarnesi (nú Egils guesthouse) og átti ættir að rekja í Borgarfjarðarhérað að langfeðgatali.  Verða sett upp veggspjöld um Selmu við stigauppgöngu á efri hæð. Fyrirlestraröð verður á dagskrá í upphafi vetrar og eftir áramót munu fjórar myndlistarkonur sýna í Hallsteinssal:

  1. janúar (lau).- 02. mars (fö)  –    Guðrún Helga Andrésdóttir
  2. mars (lau) – 20. apríl (fö)   –       Christina Cotofana
  3. apríl (lau) – 25. ágúst (fö)  –      Áslaug Þorvaldsdóttir
  4. sept. (lau) – 26. okt. (fö)   –          Steinunn Steinarsdóttir

Margt verður fleira á dagskrá ársins 2018 og má þar nefna árlega samstarf við Tónlistarskóla Borgarfjarðar undir heitinu „ Að vera skáld og skapa.“

 

Categories:

Tags:

Comments are closed