Myndamorgnar verða reglubundið á dagskrá Safnahúss á árinu 2018, sá fyrsti verður á morgun, fimmtudaginn 25. janúar. Verkefnið er á vegum Héraðsskjalasafns og hefur Jóhanna Skúladóttir umsjón með þeim. Þarna eru gestir beðnir að greina óþekktar ljósmyndir á skjalasafni.  Myndamorgnarnir verða þessa fimmtudaga kl. 10.30 – 12.00:  

25. janúar, 22. febrúar, 15. mars, 13. september, 18. október og 15. nóvember.

Heitt á könnunni, allir velkomnir.

 

 

Categories:

Tags:

Comments are closed